Síður

19.7.12

Englar og djöflar (Þórbergur Þórðarson) (v)

1. Taktu ljósmynd eða gerðu annarskonar myndverk sem lýsir baráttu góðs og ills eins og hún er innra með venjulegu fólki.

2. Semdu ljóð, smásögu, dans eða leikrit um baráttu góðs og ills. 

3. Rökfærsla: „Maður á að vera sá sem maður er. Maður er að mörgu leyti vondur. Því á maður að vera vondur.“ Rökræddu.

4. Tónlist: Semdu tónverk og flyttu um andstæður.

5. Fróðleikur: Páll postuli skrifaði fræga setningu sem minni rmjög á þessa. Finndu hana og skýrðu hvað hann á við.

6. Annað. Hvað viltu gera?