„Við vitum ekki hver uppgötvaði vatnið, en við erum nokkuð viss um að það var ekki fiskur.“ Hvað er átt við með þessari fullyrðingu. Hvernig tengist hún myndinni?
Sveinbjörg frétti að Karl væri hrifinn af henni. Hún vissi ekki hvort það var satt en fannst Karl alltaf dálítið skrítinn þegar hún hitti hann, feiminn og óframfærinn. Nú vildi hún komast að því hvernig Karl væri í raun og veru (þ.e. ef það var nærvera hennar sem hafði þessi áhrif). Hvernig er best að fara að því?
„Maður heyri það sem maður vill sjá, og sér það sem maður vill sjá.“ – Ræðið.