Síður

18.7.12

Sigurjón Friðjónsson og Richard Feynman, Ólík lífsviðhorf?



„Maðurinn leitar að hamingju. Og venjulega finnst honum, að hamingjan verði með auðveldustu móti fundin í gleði. En gleðin er einskonar útgeislan af lífsorku mannsins og að mestu leyti ósjálfráð. En að því leyti, sem hún er undirgefin vilja hans, finnur hann hana einkum í nautn. En nautnin er nokkurskonar bruni, sem um leið og hann geislar frá sér ljósi, eyðir því sem brennur. Nema því sé haldið við með aðdráttum í réttu hlutfalli við það sem eyðist. Þetta á sér stað í innilegu samlífi, þarsem geislarnir flytja eldsefnið frá sál til sálar. En í stærstum mæli finnur maðurinn þetta eldsefni í trúnni á guð.“



„Sólin vinnur ekki á ísunum, þegar hún byrjar að hækka á lofti. En þó fer svo að lokum, að þeir renna og verða að lífslindum sumarblómans. Líkt er því varið með kærleikann og mannssál, sem bundin er í klaka blindrar eigingirni. Stöðugir velvildargeislar vinna á þeim klaka að lokum og kenna manninum hvað lífið í fyllingu sinni er. En slíkir geislar þróast best í skjóli guðstrúarinnar. “




Sigurjón Friðjónsson

„[Mamma] hafði dásamlegt skopskyn og af henni lærði ég að við komumst ekki lengra í skilningi en með hlátri og náungakærleik.“


„Ég á vin sem er listamaður og hann lýsir stundum skoðun sem ég er ósammála. Hann tekur upp blóm og segir: „Sjáðu hvað það er fallegt,“ og ég samsinni honum. En síðan bætir hann við: „Ég, sem listamaður, sé hve fallegt blómið er en þú, sem vísindamaður, tætir það allt í sundur og gerir það leiðinlegt.“ Mér finnst þetta hálfgeggjuð skoðun. [...] Þekking vísindanna leiðir af sér allskyns áhugaverðar spurningar sem gera ekkert nema auka spennuna, dulúðina og áhrifin sem blóm hefur. Hún bætir bara við – ég skil ekki hvað hún á að fjarlægja.“

Richard Feynman