Síður

19.7.12

Stjórnarskrá Ælendinga (Hörður Torfa) (v)

1. Teiknaðu mynd eða kort af Ælandi. Hafðu í huga þau samskipti sem fylgja svona reglum. Er líklegt að menn búi í fjölbýlishúsum, eða býr hver útaffyrir sig, jafnvel bakvið háa veggi? Hugleiddu smáatriðin.

2. Stundum er erfitt að vera unglingur. Skrifaðu sögu eða ljóð um það erfiðasta sem unglingar þurfa að ganga í gegnum.

3. Rökfærsla: Mótsagnir eru það þegar maður segir eitt á einum stað og eitthvað annað á öðrum, sem stangast fullkomlega á við það fyrra. Er það ekki allt í lagi? Færðu rök fyrir máli þínu og taktu afstöðu.

4. Tónlist: Leitaðu að Herði Torfa inni á gogoyoko.com. Þar getur þú heyrt mörg af lögunum hans. Hlustaðu á lög af ýmsum plötum og veldu síðan þrjú lög sem þér finnst best. Skrifaðu hvaða lög þú valdir og hvers vegna þau.

5. Hópverkefni: Setjist saman á fund (5 eða fleiri) og semjið „stjórnarskrá“ fyrir Úllónolló. Hvað er mikilvægast? Ekki stela reglunum úr Hálsaskógi.

6. Annað. Hvað viltu gera?