Síður

25.11.13

Orðbragð

FYRSTI HLUTI (AF SEX)



Horfa á þáttinn



Eftirfarandi verkefnum á að skila sem kynningu. Hún á ekki að taka meira en 5 mínútur í flutningi. Nota má forrit, flytja munnlega eða með þeim hætti sem þið kjósið helst. Mest mega fjórir vinna saman. Það má vinna þetta sem einstaklingsverkefni.

1. Að taka ný orð inn í málið [tölvur]

Veldu af þessum lista tvö orð sem þér finnst líklegast að nái fótfestu í íslensku máli. Útskýrðu hvers vegna. Veldu síðan önnur tvö sem þér finnst sérlega ólíklegt að verði notuð. Útskýrðu líka hvers vegna.

þysja = to zoom (þysja að, þysja frá; zoom in, zoom out)
vinnsluminni = RAM (random access memory)
afrita = to copy
líma = to paste
gaukska = geek speak
gaukur = geek
glöggva = to google
vefhýsitölva = web host
tölvuþrjótur = hacker
hrifreitur = hotspot
vinnudepill = hotspot
tengireitur = hotspot
spjaldtölva = tablet computer
stefja = app

Hvað einkennir vel heppnuð íslensk orð? Hvers vegna festast þau í málinu? Hvað einkennir slæm orð?

2. Að búa til sín eigin orð

Hér færðu fjögur orð sem eru tilbúningur frá grunni. Gefðu þeim merkingu við hæfi.

Blendill
Netníðingur
Sagnasvæfill
Lækari

Hér færði þrjú fyrirbæri sem þú átt að finna betra íslenskt orð fyrir en það sem til er (ef það er þá til).

Að gúgla – Að leita að einhverju á netinu með aðstoð Google
Að snúsa (snooze) – Að láta vekjaraklukku hringja aftur eftir smá stund og sofa ögn lengur
App – forrit í síma eða snjalltæki (komið af application = forrit)

3. Já, heyrðu, hérna sko...

Gerið lista yfir eins mörg hik- eða innskotskorð og þið kannist við að notuð séu af nemendum eða kennurum í skólanum. Merkið við dæmi um einstaklinga sem nota orðin og skrifið upp seina setningu með hverju orði eins og það kemur fyrir í mæltu máli. Dæmi: „sko“ Ragnar kennari. „Ég sko held að það sé sko allt í lagi...“

4. Að tala aftur á bak – kab á rutfa alat ðA.

Rannsakið hæfni ykkar til að snúa við orðum. Hver er hæfastur? Byrjið á tveggja stafa orðum:

þá
ár
ís
oz
ég
ha

Reynið svo þriggja stafa orð:

mér
lík
ási
fár
tár
hér
nei
sko
bla

Ef einhver á auðvelt með það, reynið þá sífellt lengri orð þar til sá sem getur mest er farinn að hika í hverju orði. Segið svo frá niðurstöðum ykkar. Hvernig gekk hverjum? Hvað klikkaði helst? Voru sum orð/hljóð erfiðari en önnur? Getur einhver talað á eðlilegum hraða afturábak í ykkar hópi?

5. YOLO-orðabókin

Skrifið upp 10 sms/spjall-orð og merkingu þeirra. Ef þau eru enskar skammstafanir skuluð þið láta ensku merkinguna fylgja með en útskýra líka á íslensku.

Skammstöfun   Uppruni (í ensku)   Merking

6. Götuheiti

Í Norðlingaholti var ákveðið að göturnar skyldu heita ---vað. Veljið aðra endingu og skrifið upp hvað göturnar ykkar hétu ef sú leið hefði verið farin.

---tún

Rauðatún, Hellutún, Hestatún

---lækur

Rauðilækur, Hellulækur, Hestalækur

7. Samhverfur

Allir grilla er eins aftur á bak og áfram. A L L I R G R I L L A. Finndu 3 dæmi um samhverfur.