Elds er þörf
þeim er inn er kominn
og á kné kalinn.
Matar og voða er manni þörf,
þeim er hefir um fjall farið.
Vatns er þörf
þeim er til verðar kemur,
þerru og þjóðlaðar,
góðs um æðis
ef sér geta mætti
orðs og endurþögu.
Vits er þörf
þeim er víða ratar.
Dælt er heima hvað.
Að augabragði verður
sá er ekki kann
og með snotrum situr.