6.9.11

Kit Wright, Á hverjum degi að öllu leyti



 
Á hverjum degi að öllu leyti. 

(Dr. Coue: „Ég verð betri og betri á hverjum degi að öllu leyti.“) 
 Ég vaknaði í morgun  
og velti fyrir mér  
hvar væri kempa, hetja há.  
Jú — sjá, ein stendur hér!  


 Ég sjálfur hóf minn arm á loft  
með sigurhreina lund,  
sagði: „Þú ert sannarlega æði!“  
og fékk mér hænublund.  


 Ég greip mig í fang mér sjálfum  
datt ekki' í hug að telja fé,  
ég taldi aðeins sjálfa mig  
þar sem yfir vatn ég sté.  



 Sólin skein af aðdáun,  
hafið brosti breitt:  
„Þú ert algert æði!  
Þér fremra er ekki neitt.“  



 Mig dreymdi mig á engi,  
englar sungu sálm.  
Á brott ég hrakti dísir og hirða 
með sitt leiða fálm.  



 Stúlka bauð mér epli,  
sagði': „Ókeypis fyrir þig.“  
„Ég hef enga lyst, mín væna,  
ég er að spara mig fyrir mig.“  




 Mig dreymdi' ég væri á himnum,  
Guð sagði: „Taktu við!  
Þú er algert æði.  
Fyrir þér ég bið.“  




 Enginn syngur betur,  
fallegra fés þú aldrei sást.  
Stundarhrifning segir kærastan  
en ég þekki sanna ást.

-Kit Wright . Þýðing Mengella