6.9.11

Kristín Svava Tómasdóttir, Hvað þarf til að skáldskapur sé spennandi?



Hvað þarf til að skáldskapur sé spennandi? 

Einhver innri átök. Það þarf hvoru tveggja að koma til: Einhver tæknileg geta, og svo að fólk hafi virkilega þörf fyrir að skrifa. Maður horfir upp á miðaldra höfunda, prósahöfunda frekar en ljóðskáld (það eru svo margir sem hætta að skrifa ljóð), og þeir eru orðnir ógeðslega þjálfaðir í að skrifa. Það rennur kanski út úr þeim flottur og fínpússaður texti, öllu er mjög vel pakkaðinn, en það ekkert spennandi eða nýtt að gerast í efniviðnum. Maður verður að vera sjálfsgagnrýninn og skora á sjálfan sig - tala ekki nema maður hafi eitthvað að segja.

Kristín Svava Tómasdóttir