19.7.12

Brauð með margaríni og rjómaönd (Þórbergur Þórðarson) (v)

1. Táknaðu „skort“ á mynd.

2. Semdu ljóð, smásögu, dans eða leikrit um himnaríki og helvíti. 

3. Rökfærsla: „Meinlætalíf er best.“ Rökræddu.

4. Tónlist: Semdu tónverk og flyttu um muninn á því að eiga allt og ekkert.

5. Fróðleikur: Flettu orðinu „margarín“ upp á Tímarit.is. Hve lengi var orðið notað og hvenær datt það úr tísku. Hvaða orð kom í staðinn?

6. Annað. Hvað viltu gera?