19.7.12

Samastaður í tilverunni (Málfríður Einarsdóttir) (v)

Hugmyndir að verkefnum: 

1. Teiknaðu mynd sem lýsir tilfinningunni sem Málfríður talar um í textabrotinu.

2. Líkami og sál. Skrifaðu pistil, ljóð eða stutta sögu um það hvernig líðanir okkar og hugsanir geta haft áhrif á líkamsstarfsemina. 

3. Rökfærsla: Láta unglingar stjórnast of mikið af tilfinningum? 

4. Tónlist: Finndu tónlist sem passar við tilfinninguna í textabrotinu. Settu á síðuna þína og kynntu flytjendur, lag og ljóð.

5. Höfundurinn: Leitaðu að „Málfríður Einarsdóttir“ og „Málmfríður Einarsdóttir“ á timarit.is. Hvað finnur þú? Kynntu það fyrir okkur (ekki með því að sýna bara niðurstöður. Dragðu ályktanir af því sem þú finnur).

6. Annað. Hvað viltu gera?