28.8.12

Hljóðbreytingar, verkefni

Rannsókn

Finnið að lágmarki 15 manns og látið hvern og einn endurtaka orðið „tamjan“ og telja um leið: „tamjan einn“, „tamjan tveir“, „tamjan þrír“... upp í „tamjan tuttugu“.

Hver og einn hefur sitt hlutverk.

Einn hópmeðlimur stýrir framkvæmdinni, útskýrir fyrir viðfangsefninu hvað á að gera og gætir þess að allt fari rétt fram.

Annar sér um að taka tímann sem það tekur að telja upp í „tamjan tuttugu“.

Þriðji sér um að fylgjast nákvæmlega með því hvort viðfangsefnið segi „tamjan“ allan tímann eða hvort orðið breytist í „temjan“ á einhverjum tímapunkti. Athuga þarf sérstaklega hvort þeir sem skipti yfir í „temjan“ haldi sig við það eftirleiðis eða hvort þeir skipti aftur í „tamjan“.



Gerið skýrslu þar sem þið notið númer í staðinn fyrir nöfn þátttakenda og skráið eftirfarandi upplýsingar:

Nr. þátttakanda, 
tími (í sek), 
(  ) hélt sig við „tamjan“ allan tímann, 
(  ) skipti yfir í „temjan“ en fór aftur í „tamjan“

(  ) skipti yfir í „temjan“ og hélt sig við það.
(  ) skipti yfir í eitthvað annað. Hvað? 


Gerið líka samantekt fremst í skýrsluna þar sem fram kemur:

Hlutfallslegur fjöldi þeirra sem héldu sig við „tamjan“ allan tímann og hinna sem skiptu yfir í „temjan“ (í prósentum).

Meðaltími þeirra sem héldu sig við „tamjan“ og hinna sem skiptu yfir í „temjan“.

Niðurstöður ykkar. Hvaða ályktanir má draga af muninum, ef einhver er.


Veggspjald / rafrænt spjald



Búið til rafrænt eða pappír veggspjald sem sýnir þær hljóðbreytingar sem verða í i- og u-hljóðvarpi. Markmið verkefnisins er að þið hannið fallegt og nytsamlegt spjald/mynd sem sýnir hljóðvörpin á skýran og einfaldan hátt.