Síður

11.7.12

Danskar slettur í íslensku


 Þegar Íslendingar hófu sjálfstæðisbaráttu sína var eitt af því sem barist var gegn (og enn er barist) að hreinsa málið af útlenskum slettum. Sletta er orð sem tekið er beint upp úr erlendu máli. Oftast eru sletturnar lagaðar að íslenskri beygingu fyrr eða seinna.



Sumar dönskuslettur eru mjög lúmskar. Þannig þekktist ekki að bjóða fólki „góða helgi!“ fyrr á tímum. Það er dönsk kveðja. Íslendingar sögðu bara „bless.“ „Sjáumst!“ er líka sletta. Þannig geta íslensk orð orðið að slettum við það eitt að vera notuð í „útlensku“ samhengi.

Fæstir eru svo miklir málhreinsunarmenn að þeir vilji útrýma kveðjum eins og „sjáumst!“ og „góða helgi!“ úr tungumálinu.  Það er eðli tungumála að breytast.

Skyldi þó vera rétt hjá nóbelsskáldinu að við þekkjum ekki mun á dönskuslettum og eldri íslensku? Skoðum nokkur dæmi um danskar slettur í íslensku máli. Og höfum í huga hvort við kunnum annað orð yfir hlutina.

huggulegur
adressa 
fútt
fyllirí
dúkka
ergelsi
gardína
græjur
majones
resept
skandali/skandall
sena
séní
skrælingur
sort
stuð
svínarí 
omeletta
 pensill
 form
viskustykki
 sulta
mublur
stúdent



Flest þessara orða eiga sér íslenskar hliðstæður. Mörg þeirra eru líka mjög augljósar slettur. Flestir vita að „addressa“ er sletta. Færri vita kannski að „gardína“ og „sulta“ eru það líka. Hvaða íslensk orð kanntu yfir gardínur? En sultu?