Ekkert tungumál á orð til að lýsa nema broti af því sem hægt er að sjá og hugsa. Því er stundum haldið fram að það sé erfitt eða ómögulegt að hugsa hluti nema tungumálið vaxi með hugsuninni. Sumt virkar ólýsanlegt í orðum. Hver getur lýst lykt, bragði eða lit þannig að aðrir skilji án þess að hafa upplifað það sama?
Í bókinni 1984 eftir George Orwell reyna ill og stjórnsjúk yfirvöld að stýra fólki með því að hreinsa úr tungumálinu allt það sem vakið gat óróa eða uppreisn. Sumir vilja meina að slíkt sé gert í vaxandi mæli. Á meðan herir láti sprengjum rigna yfir menn, konur og börn í fjarlægum löndum verði enginn sérstaklega hneykslaður því að í fréttum sé alltaf talað um að „uppreisnarmenn“ hafi fallið í „átökum.“
Í raun eru engin mörk fyrir því hversu mikið íslensk tunga getur vaxið. Það er ekkert mál að búa til orð fyrir internet, öpp, dánlód og þvíumlíkt. Það er heldur ekkert hættulegt þótt slettur verði að tökuorðum og að slangur sé til (t.d. lol, rofl, tldr).
Íslenska mun halda áfram að vera til. En hún kann að breytast.