Síður

11.7.12

Grímur og drósin með hvarmaljósin


 

Alþekkt er að „augu“ voru í kveðskap oft nefn „hvarmaljós“ (hvarmur er tóttin eða holan sem augun eru í á andlitinu).


Margir kunna utanað kvæði eftir Grím Thomsen sem hefst á orðunum: „Táp og fjör og frískir menn...“



Grímur Thomsen þykir sláandi líkur...
...írska leikaranum Cillian Murphy




Þar kemur fyrir:

Djúp og blá
blíðum hjá
brosa drósum hvarmaljós.

Miðað við nútíma íslensku mætti halda að höfundurinn hafi verið að reyna að dulbúa það sem hann hafði að segja. Ekki aðeins notar hann orðið „hvarmaljós“ í staðinn fyrir „augu“, heldur notar hann samheitið „drós“ fyrir „konu“. Orðið drós er reyndar enn notað en hefur oft á sér neikvæðari blæ í dag en hjá Grími í þessu kvæði. Það sem Grímur er að segja er að blíðar konur hafi djúp og blá brosandi augu.


Djúp og blá
blíðum hjá
brosa drósum hvarmaljós.

Djúp og blá hvarmaljós brosa...



Djúp og blá
blíðum hjá
brosa drósum hvarmaljós.

...hjá blíðum drósum.