Síður

14.7.12

Magnús Eiríksson, Göngum yfir brúna







Sagt er að sumir vilji verksmiðjur
út við sérhvern tanga og fjörð.
Sagt er að aðrir vilji stóriðju
út um sína fósturjörð.

Göngum yfir brúna 
milli lífs og dauða, 
gín á báðar hendur 
gjáin dauðadjúpa 

Landið okkar sem var laust við skít 
verður leigt gegn gulli í hönd. 
Af græðgi gerumst við svo einskisnýt 
að okkur gleypa önnur lönd. 

Göngum yfir brúna 
milli lífs og dauða, 
gín á báðar hendur 
gjáin dauðadjúpa 

Af öllu sem við gerum rangt og rétt 
við reyndar lærum aldrei neitt. 
Og eftir dauðann hef ég nýskeð frétt 
að aurum enginn geti eytt.


-Magnús Eiríksson