11.7.12

Sletta verður tökuorð


 


Þegar sletta hefur verið í tungumálinu nógu lengi til að teljast á einhvern hátt „eðlilegt“ mál. Þá er yfirleitt talað um að hún sé orðin að „tökuorði,“ þ.e. íslenskt orð sem tekið er úr öðru tungumáli. Tökuorð beygjast yfirleitt vandræðalaust í íslenska málkerfinu. Gardínur, græjur og viskustykki eru dæmi um tökuorð. 

En hvað eru þá réttnefndar slettur?

Bilið þarna á milli er alls ekki skýrt. Það má helst segja að „tökuorð“ sé „sletta“ sem komin er til að vera. Sumar slettur eru líka það sem kallað er „slangur.“ Um muninn á þessu þrennu má lesa á Vísindavefnum.