Ég skar út fullt af pappírshjörtum
og hengdi uppí loftið á herberginu þínu
breiddi síðan yfir mig skítugt lak
og sveimaði kringum þig þar sem þú svafst
eins og fallegasta líkið í veröldinni
þuldi síðan ljóðið sem ég samdi fyrir þig
og þú sagðir að væri drasl helvítis fíflið þitt
en hvað um það við skulum sauma okkur saman á morgum
og þykjast vera síamstvíburar.
Þórdís Björnsdóttir: Úr Ást og appelsínum