7.9.11

Þórbergur Þórðarson, Bréf til Láru



Gegnumsýrður af heilögum innblæstri sem blóðmörskeppur í blásteinslegi, titrandi af hamstola lyftingu, vaggandi af ómþýðum englaröddum, er til mín hljóma gegnum gengishrun og öreigahróp vorrar vesölu jarðar, tvíhendi ég pennastöngina þér til dýrðar, þér til eilífrar dýrðar og vegsömunar, sáluhjálpar og syndakvittunar, hvar af þú ljómar og forklárast eins og sólbakaður saltfiskur frammi fyrir lambsins stól.


Þórbergur Þórðarson: Bréf til Láru