1. Taktu þína eigin ljósmynd eða gerðu teikningu/málverk útfrá innblæstri sem þú færð við að skoða myndina.
2. Sumrið kemur og fer – hið sama gildir um æskuna. Hvers vegna er mikilvægt að nýta tímann þegar maður er ungur?
3. Rökfærsla: „Börn eyða of miklum tíma á netinu í gervisamskiptum í stað þess að eiga alvöru samskipti.“ Ræddu og taktu afstöðu.
4. Flutningur: Semdu ljóð útfrá myndinni og taktu upp flutning á því.
5. Fróðleikur: Finndu sögur eða ljóð um bernskuna og segðu frá með dæmum.
6. Annað. Hvað viltu gera?