19.7.12

Stelpur! (Kristín og Þóra Tómasdætur) (v)

1. Tískusýning. Haltu tískusýningu (eða taktu myndir) þar sem þú reynir að undirstrika það sem kemur fram í textanum. Reyndu að varpa ljósi á mismunandi klæðaburð og hefðir. 

2. Fatahönnun: Hannaður (teiknaðu) föt sem þú heldur að séu þægileg og þér líði vel í. Reyndu að gleyma öllum tískusveiflum á meðan. Hugsaðu bara um þig og hvað er líklegt til að láta þér líða vel.

3. Rökfærsla: „Stelpur eiga að ráða því sjálfar í hverju þær eru.“ Ræddu og taktu afstöðu.

4. Könnun: Finndu einhverja flík, fylgihlut eða annað sem er „í tísku,“ gerðu könnun á því hve margir eiga svoleiðis hlut í raun og veru.

5. Ljóð/Mynd: Taktu ljósmynd eða semdu ljóð um það hvernig er að vera unglingsstelpa (skiptir ekki máli þótt þú sért strákur).

6. Annað. Hvað viltu gera?