19.7.12

Farandsöngvarinn (Yusuf Islam) (v)

1. Taktu ljósmynd, gerðu tónlistarmyndband eða teiknaðu stemmninguna í ljóðinu. Reyndu að skapa svipaða tilfinningu og maður fær við að lesa það eða hlusta á lagið.

2. Grimmur heimur. Skrifaðu pistil, ljóð eða stutta sögu um grimmd heimsins. 

3. Rökfærsla: Af hverju skyldu börnin í ljóðinu vera óhræddari við farandsöngvarann en þeir fullorðnu?

4. Tónlist: Finndu hljómaganginn í laginu og syngdu það sjálf. Annaðhvort með enskum eða íslenskum texta.

5. Höfundurinn: Yusuf Islam kallaði sig áður Cat Stevens. Hann er einn af frægustu tónlistarmönnum heims og ekki er ólíklegt að lagið fjalli einmitt um þau umskipti sem urðu í lífi hans sem m.a. leiddu til nafnabreytingarinnar. Grennslastu fyrir um það hvers vegna söngvarinn skipti um nafn og skrifaðu stutta greinargerð um það.

6. Annað. Hvað viltu gera?