19.7.12

Trúbadúr (Hörður Torfa) (v)

1. Taktu ljósmynd, gerðu tónlistarmyndband eða teiknaðu stemmninguna í ljóðinu. Reyndu að skapa svipaða tilfinningu og maður fær við að lesa það eða hlusta á lagið.

2. Trúbadúrar skoða umhverfi sitt gagnrýnum augum. Semdu lag og/eða ljóð um skólann þinn og gættu þess að fram komi hvernig skólinn gæti verið betri.

3. Rökfærsla: Maður þarf stundum að vera einn til að kynnast sjálfum sér. Er þetta rétt? Af hverju? Af hverju ekki?

4. Tónlist: Trúbadúr (troubadour) er í raun stórmerkilegt starfsheiti. Finndu upplýsingar um það og gerðu stutta ritgerð.

5. Höfundurinn: Hörður Torfa hefur verið baráttumaður meira og minna alla ævi. Finndu dæmi um baráttumál sem hann hefur beitt sér fyrir og segðu frá því sem þú fannst.

6. Annað. Hvað viltu gera?