19.7.12

Handtekinn fyrir njósnir í Alsír (Reynir Antonsson) (v)

1. Teiknaðu eða málaðu mynd af arabískri borg. Hafðu hvolfþök á myndinni.

2. Semdu ljóð eða skrifaðu smásögu um það að vera sviptur sjón eða heyrn. Hvernig upplifir maður heiminn án þessara skynfæra?

3. Rökfærsla: „Við refsum þeim sem eru öðruvísi.“ Rökræddu.

4. Tónlist: Á þeim tíma sem Reynir var í námi var langvinsælasta hljómsveit heimsins Bítlarnir (The Beatles) frá LIverpool. Segðu frá hljómsveitinni með tóndæmum.

5. Fróðleikur: Hver var Helen Keller. Segðu frá henni.

6. Annað. Hvað viltu gera?