Hugmyndir að verkefnum:
1. Teiknaðu götumynd af Ríkharði þar sem hann gengur um og sér allt fjörið, kátínuna og gleðina. Gættu þess að myndin (eða myndasaga) skilji eftir sig svipaða tilfinningu og einræðan.
2. Öfund. Skrifaðu pistil, ljóð eða stutta sögu um öfund.
3. Rökfærsla: Svaraðu spurningunni (skriflega eða munnlega): „Er öfund neikvæð tilfinning. Getur hún verið gagnleg?
4. Tónlist: Í ræðunni er minnst á lútu. Finndu dæmi um mismunandi lútuleik og settu á námssíðu þína ásamt fróðleik um hljóðfærið.
5. Höfundurinn: Hver var William Shakespeare? Kynntu hann fyrir okkur með einhverjum hætti.
6. Annað. Hvað viltu gera?