49050023_1a3b516811_z
Árið 1907 stofn­uðu tveir mold­ríkir menn til veð­máls. Þeir voru ekki sam­mála um hvort maður gæti ferð­ast í kringum hnött­inn án þess að þekkj­ast. Glaumgosi frá London var lát­inn ferð­ast fót­gang­andi um heim­inn með járn­hjálm á höfð­inu. Hann varð hetja í augum Breta, þrátt fyrir að eng­inn vissi hver hann væri. Óljóst er hvort hann lauk ætlun­ar­verki sínu.

Getur maður farið í heims­reisu án þess að nokkur beri kennsl á hann? Um það deildu tveir menn í kvöld­verð­ar­boði hjá breska karla­klúbbnum National Sporting Club í London árið 1907.

Það voru banda­ríski kaup­sýslu­mað­ur­inn John Pierpont Morgan, sem stofn­aði fjár­mála­fyr­ir­tækið J.P. Morgan, og breski jarl­inn Hugh Cecil Lonsdale. Þeir voru í hópi rík­ustu manna heims og sátu í djúpum leð­ur­stólum og púuðu stærðar vindla á meðan þeir ræddu þessa skrýtnu hug­leið­ingu fram og til baka.

Auðjöfurinn J.P. Morgan.
Umræðurnar sner­ust í rifr­ildi og tals­verður hiti færð­ist í auðmennina.

J.P. Morgan, sem var þeirrar skoð­unar að það væri ekki hægt að ferð­ast fót­gang­andi um heim­inn án þess að þekkj­ast, lagði fram hundrað þúsund Bandaríkjadali, sem í þá daga var gríð­ar­lega há upp­hæð, og sam­svarar um 300 millj­ónum íslenskra króna á núvirði.

Lonsdale, sem trúði því að þetta væri hægt, tók veðmálinu.

Maður að nafni Harry Bensley komst ekki hjá því að heyra um hvað var rætt og sagð­ist taka áskor­un­inni sem myndi útkljá veð­málið. Hermt er að fram að því hafi aldrei verið hærri fjár­hæðir verið lagðar að veði.

Bensley var frægur kvenna­bósi og glaum­gosi í skemmtana­líf­inu í London við upp­haf tutt­ug­ustu ald­ar­innar. Hann stund­aði ýmis­legt gróða­brask og hafði grætt gíf­ur­lega á fjár­fest­ingum í Rússaveldi.

En þegar hér var komið sögu, árið 1907, hafði hann tapað næstum öllum aurum sínum í fjár­hættu­spilum. Hann sár­vant­aði því pen­inga og sá fínt tæki­færi til að kom­ast aftur á græna grein með því að verða „til­rauna­dýrið“ í veð­máli Morgans og Lonsdale.

Bensley átti semsagt að ganga heim­inn þveran og endilangan.

Skilyrðin sem auð­menn­irnir settu Harry Bensley áður en hann lagð­ist í heims­reis­una voru nokkuð ströng:

Í fyrsta lagi mátti eng­inn bera kennsl á hann.

Í öðru lagi átti hann að ganga hring­inn í kringum jörð­ina en fyrst til 169 breskra borga og bæja í ákveð­inni röð. Til að sanna að hann hefði farið á rétta staði átti hann að fá und­ir­skriftir frægra íbúa á til­teknum stöðum. Því næst átti hann að ferð­ast til 18 landa og fara til land­anna í ákveð­inni röð.
Harry Bensley með riddarahjálminn.

Í þriðja lagi átti Bensley að fjár­magna sig sjálfur og hefja för með aðeins eitt breskt pund á sér. Til að afla sér lífs­við­ur­væris átti hann að selja myndir af sér á leiðinni.

Í fjórða lagi átti far­ang­ur­inn aðeins að sam­an­standa af nær­buxum til skiptanna.

Í fimmta lagi átti hann að ferð­ast með tveggja kílóa járn­grímu af þeirri gerð er fylgdu brynjum riddara.

Í sjötta lagi átti hann að ýta barna­vagni á undan sér alla ferðina.

Í sjö­unda lagi átti hann að ferð­ast við annan mann sem myndi sjá til þess að öllum skil­yrðum yrði framfylgt.

Í áttunda og síð­asta lagi átti hann, ein­hvern veg­inn, að finna sér eig­in­konu á ferða­lag­inu, sem fengi þó ekki að sjá and­lit hans.

Bensley lagði af stað frá Trafalgar-​​torgi í London fyrsta janúar árið 1908 og fylgd­ust þúsundir manna með honum leggja í hann. Hann var með hjálm­inn á höfð­inu, barna­vagn­inn fyrir framan sig og fylgd­ar­mann­inn sér við hlið. Í vas­anum var hann með stafla af póst­kortum með myndum af sér.

Bensley ferð­að­ist um allar Bretlandseyjar og varð þekktur og vin­sæll – þrátt fyrir að eng­inn vissi hver hann væri í raun og veru. Blöðin fjöll­uðu um þennan huldu­mann og eitt dag­blaðið hét þúsund pundum í verð­laun þeim sem gæti ljóstrað upp um nafn hans.

Næstu kaflar í þess­ari furðu­legu sögu eru þoku­kenndir. Sögulegar heim­ildir virð­ast vera af skornum skammti um ferða­lög Bensleys eftir að hann yfir­gaf Bretland.


McNaught segir þær sýna að Bensley hafi farið yfir á meg­in­land Evrópu og ferð­aðst eftir það í sex ár og farið til Norður-​​Ameríku, Ástr­alíu og Asíu.

Bensley og fylgd­ar­maður hans á ferðalaginu.

En þegar Bensley hafi komið til Genúa á Ítalíu árið 1914, eftir gíf­ur­lega langt ferða­lag, hafi hann þurft að játa sig sigr­aðan. Fyrri heims­styrj­öldin var hafin og hindr­aði skilj­an­lega för hans. McNaught segir að langafi sinn hafi aðeins átt eftir að ferð­ast til sex landa þegar þar var komið.

En hvernig sem ferða­lagið end­aði, var hann hetja í augum bresks almenn­ings sem dáð­ist að fórn­fýsi og hetju­lund manns­ins með járn­grím­una. Það er synd að heim­ildir um hann hafi ekki varð­veist jafn vel og raun ber vitni.

Endrum og eins skjóta þó upp koll­inum póst­kort með myndum af honum og gjarnan áritun en safn­arar slást um að eign­ast þau. En fyrir utan fáeinar blaða­greinar frá breskum stað­ar­blöðum er erfitt að meta hversu langt Harry komst. Og við vitum ekki heldur hvernig veð­mál iðnjöf­urs­ins Johns Pierpont Morgan og jarls­ins Hughs Cecil Lonsdale fór, en sá fyrr­nefndi lést árið 1913 og skyldi eftir sig eitt mesta við­skipta­veldi mannkynssögunnar.

Póstkort sem Bensley seldi á ferðalaginu.
Harry Bensley var í öllu falli kom­inn heim til Englands að stríði loknu. Hann stofn­aði fjöl­skyldu og yfir­gaf aldrei Bretland eftir það. Þrátt fyrir að hann hafi ekki lokið ætlun­ar­verk­inu, fékk hann fjögur þúsund pund í verð­laun fyrir heims­reis­una sem hann lét renna óskipt til góðgerðarmála.

Á mill­i­stríðs­ár­unum starf­aði hann á ýmsum stöðum og oft­ast fyrir lág laun. Hann var dyra­vörður í kvik­mynda­húsi, for­stöðu­maður hjá KFUM og var tvisvar kos­inn í embætti bæj­ar­full­trúa í þorp­inu sínu fyrir Verkamannaflokkinn. Í síð­ari heims­styrj­öld­inni starf­aði hann við sprengjuæf­ingar fyrir her­inn. Hann lést árið 1956.

Harry Bensley (sitj­andi) grímu­laus á millistríðsárunum.