Íslenska er dálítið sérstakt tungumál að því leyti hve stór hluti orðaforðans á sér sama uppruna. Íslenska er indóevrópskt-tungumál eins og flest tungumál Evrópu og Vestur-Asíu. Það merkir að íslenskan er skyld öðrum evrópskum tungumálum. Þessi skyldleiki sést best ef orðaforðinn er skoðaður. Gömul orð eins og „móðir“ og „faðir“ eru of lík á milli mismunandi tungumála til að það geti verið tilviljun.
Móðir
Mor (danska)
Mother (enska)
Madre (spænska)
Moeder (hollenska)
Mère (franska)
Mutter (þýska)
Mutter (þýska)
Sum tungumál hafa breyst mjög hratt. Síðustu tvöþúsund ár hafa Englendingar mátt þola innrásir úr öllum áttum og hver innrásarher hefur breytt tungumálinu. Þannig lögðu þýskir ættbálkar undir sig stór svæði í Stóra-Bretlandi á fimmtu öld. Sumir kalla þessa ættbálka Engla eða Engil-Saxa og þaðan er nafnið England komið. Tungumál þeirra var forn-enska (Old English) sem náskylt var t.d. íslensku. Þetta sést vel ef faðirvorið er lesið á fornensku:
Fæder ūre þū þe eart on heofonum,
Faðir vor þú sem ert í himninum,
Sī þīn nama ġehālgod
Sé þitt nafn heilagt
Tōbecume þīn rīċe,
Tilkomi þitt ríki.
Líkindin eru nokkuð augljós og það liggur við að nútíma Íslendingur eigi auðveldara með að skilja einfaldan texta á forn-ensku en kveðskap Gríms Thomsens. Það er alveg ljóst að íslenska hefur ekki breyst eins mikið og mörg önnur mál.