Park = Garður, Parking = Bílastæði / Leggið hér
Er hægt að gera íslenska útgáfu af þessari sömu mynd?
Skoðið andstæðurnar í myndinni. Bílar kosta milljónir, það er ókeypis að róla. Hvað er listamaðurinn að minna fólk á? Er vit í því?
Bílar standa kyrrir að meðaltali 23 klukkustundir á sólarhring. Miðað við neysluviðmið fjögurra manna fjölskyldu þar sem báðir foreldrar vinna úti má segja að hvort foreldri um sig vinni einn dag í viku bara til að borga af bílnum. Það merkir að foreldrarnir vinna í 16 tíma til að borga fyrir eitthvað sem þeir nota í 14 tíma. Væri ekki gáfulegra að taka strætó, ganga eða hjóla?
|