karsh-title-600x397
Breski for­sæt­is­ráð­herr­ann Winston Churchill gekk um gólf. Hann var nið­ur­sokk­inn í hugs­anir sínar. Enda var þetta á einum sögu­leg­asta tíma­punkti allra tíma. Því þetta var í lok árs 1941, þegar nas­istar höfðu lagt undir sig Evrópu og höfðu yfir­hönd­ina í seinni heims­styrj­öld­inni. Churchill var staddur í Ottawa í Kanada og var nýbú­inn að flytja þrumuræðu yfir kanadíska þinginu.

Japanir höfðu nokkrum vikum fyrr ráð­ist á banda­rísku flota­stöð­ina Pearl Harbor á Hawaii og Norður-​​Ameríka var öll að drag­ast inn í stríðið.

Skyndilega var bankað á dyrnar.

Forsætisráðherrann hafði beðið um að fá að vera í friði, vildi enga truflun. En hann opn­aði. Inn gekk mjó­sleg­inn ljós­mynd­ari sem ráð­inn hafði verið af kanadískum yfir­völdum til að taka nokkrar ljós­myndir af Churchill í til­efni af heim­sókn hans.

Ljósmyndarinn var Yousef Karsh og tók þetta kvöld eina fræg­ustu ljós­mynd­ina sem til er af Winston Churchill. Myndin sýnir Churchill ákaf­lega alvar­legan en Karsh beitti brögðum til að fanga þessar til­finn­ingar á filmur sínar. Hér er sagan af því:

Yousuf Karsh.
Yousuf Karsh.

Karsh vissi að hann hafði mjög stuttan tíma til þess að taka mynd­irnar. En samt byrj­aði hann á því að rann­saka Churchill og skrif­aði hjá sér minn­ispunkta um sér­kenni hans, hegðun, fram­komu og lík­ams­stöðu. Hann hring­sól­aði í kringum for­sæt­is­ráð­herr­ann sem hafði enga þolin­mæði fyrir þessum leikjum.

Hann bað Churchill að setj­ast í stól og beindi ljós­unum að honum og hélt svo áfram að skrifa eitt og annað hjá sér og mændi þess á milli á gamla mann­inn. Churchill var fúll því eng­inn hafði sagt honum að til stæði að ljós­mynda hann.

Hann fékk nóg og hreytti út sér: „Þú hefur tvær mín­útur. Og ekki sög­una meir, tvær mín­útur.“ Hann horfði þver­móðsku­legur á ljós­mynd­ar­ann og dró síðan upp gríð­ar­stóran vindil úr kass­anum sínum og byrj­aði að púa hann með miklum tilþrifum.

En Karsh hafði ekki ætlað að mynda Churchill reykj­andi vindil. Hann taldi sig þurfa öðru vísi lýs­ingu fyrir það og fannst það almennt ekki passa. Hann bað því for­sæt­is­ráð­herr­ann kurt­eis­lega að slökkva í vindl­inum. En Churchill harð­neit­aði því.

Því næst gekk Karsh ofur­hægt upp að Winston og þóttist vera að stilla ljósin. En skyndi­lega, leift­ursnöggt, greip hann utan um vindil­inn og tog­aði hann ofur­var­lega úr túl­anum á Churchill og gekk því næst upp að mynda­vél­inni og smellti af.

Ljósmyndin sýnir grafal­var­legan mann sem mörgum fannst tákna ákveðni og árræði for­sæt­is­ráð­herr­ans breska en í raun var Churchill ein­fald­lega trylltur af bræði vegna þessa ófyr­ir­leit­lega og dóna­lega bragðs ljósmyndarans.

Karsh rifj­aði þetta upp síðar: „Ég gekk upp að honum og tog­aði vind­ill­inn út úr honum, hugs­un­ar­laust en samt með virð­ingu og sagði: „Afsakið mig herra minn“. Þegar ég var kom­inn aftur til mynda­vél­ar­innar var hann svo her­skár á svip­inn að ég hélt að hann myndi ganga frá mér.

Og það var á því augna­bliki sem ég smellti af.

Þögnin var óbærileg.

En þá fór Churchill að brosa og sagði: „Þú mátt taka aðra mynd.“ Hann gekk upp að mér, tók í hönd­ina á mér og sagði: „Flott hjá þér. Þú gætir jafn­vel látið öskrandi ljón standa kyrrt fyrir myndatöku.““


Myndin fræga, sem ljós­mynd­ar­inn kall­aði „The Roaring Lion“, öskrandi ljón í til­efni af þessum orðum Churchills.


Churchill komst í gott skap og hrós­aði ljós­mynd­ar­anum Karsh. En þessi mynd er engan veg­inn eins þekkt. Mynd: Yousef Karsh.

Via Iconic Photos
.