Hestaþjófurinn og skúrkurinn Big Nose George myrti tvo laganna verði árið 1878 í ringulreið landnemaáranna í Villta vestrinu.Nokkrum árum síðar hafði hann breyst í glæsilegt skópar sem ungur og efnilegur læknir gekk í við hátíðleg tækifæri.
Sögusvið þessarar skrýtnu og óhugnanlegu sögu erWyoming-ríki í norðvesturhluta Bandaríkjanna. Þar mæta hinar miklu sléttur miðríkjanna hinum gríðarlegu háu og tilkomumiklu Klettafjöllum. Ríkið er nokkuð stórt – rúmlega tvöfalt stærra að flatarmáli en Ísland. Það er strjálbýlt og býr aðeins hálf milljón manna í ríkinu.
En við hverfum nú til ársins 1878. Til Villta vestursins. Wyoming hafði ekki verið kortlagt að fullu. Hátt uppi í fjöllunum bjuggu indíánar. Við fjallsræturnar og í dölum bjuggu fáeinir landnemar sem helst lifðu á umstangi og þjónustu í kringum lestarteinana en hin fræga Union Pacific Railroad-lest fór í gegnum ríkið.
Big Nose glæpon, Robert fógeti og Tip spæjari
Gengi hestaþjófa og óþokka langaði til að ræna lestina. Leiðtogi þeirra var Big Nose George Parrot, ógeðslegur náungi, annálaður bófi og ofbeldismaður. Annar misyndismaður í hópnum var Charlie Burren sem var líka frægur fyrir fantaskap og svínarí.
Gengi hestaþjófa og óþokka langaði til að ræna lestina. Leiðtogi þeirra var Big Nose George Parrot, ógeðslegur náungi, annálaður bófi og ofbeldismaður. Annar misyndismaður í hópnum var Charlie Burren sem var líka frægur fyrir fantaskap og svínarí.
Þeir læddust til óbyggða þar sem þeir komu að lestarteinunum í grýttum eyðidal. Ræningjahyskið fiktaði í teinunum og reyndi að skemma þá; það ætlaði að láta lestina fara út af sporinu og hirða öll verðmæti úr farminum og vösum farþeganna í ringulreið slyssins.
Ræningjarnir rembdust við um stund þangað til maður á hesti birtist skyndilega í fjarska. Þeir hlupu í felur. Maðurinn kom að teinunum og sá skemmdirnar. Hann var eftirlitsmaður lestarfélagsins sem átti fyrir tilviljun leið þarna hjá. Eftirlitsmaðurinn rauk af stað til byggða til að kalla á viðgerðarmenn og stöðva lestina svo ekki myndi til slyss koma.
Þegar eftirlitsmaðurinn kom til byggða tilkynnti hann yfirvöldum um skemmdarverkin. Kallaðir voru til tveir laganna verðir: Robert Widdowfield, fógeti í sýslunni, og Tip Vincent, spæjari frá Union Pacific-lestarfélaginu.
Þeir eltu slóð ræningjanna hátt upp í fjöllin og komu að áningarstað þeirra. Widdowfield og Vincent vissu ekki að þjófarnir biðu komu þeirra og lágu í leyni á bak við runna. Löggurnar leituðu að einhverjum vísbendingum og sáu ösku eftir varðeld í melnum.
Widdowfield uppgötvaði þá sér til skelfingar að askan var enn þá heit og að ræningjarnir gætu því ekki verið langt undan. Á því augnabliki stukku Big Nose George og félagar úr felustað sínum og hófu skothríð. Widdowfield fógeti fékk byssukúlu í andlitið og lét lífið samstundis. Bófarnir hæfðu Tip Vincent áður en hann náði að flýja í skjól. Þeir hirtu öll verðmæti af þeim látnu, byssurnar og hestana, földu líkin og höfðu sig á brott.
Fylliríisröfl kom upp um þá
Yfirvöldum varð fljótlega ljóst að Widdowfield og Vincent höfðu verið myrtir og hétu 10.000 dollara lausnargjaldi fyrir morðingjana, sem í þá daga var gífurlegt fé. Ræningjarnir höfðu komist undan og hópurinn sundrast. Árið 1880 sátu Big Nose George og Charlie Burris á krá í Montana og voru drukknir. Í vímunni fóru þeir að monta sig af afrekum sínum og sögðu þeir hvaða manni sem var frá helvítis fógetatittinum og vini hans sem þeir hefðu skotið að gamni sínu.
Yfirvöldum varð fljótlega ljóst að Widdowfield og Vincent höfðu verið myrtir og hétu 10.000 dollara lausnargjaldi fyrir morðingjana, sem í þá daga var gífurlegt fé. Ræningjarnir höfðu komist undan og hópurinn sundrast. Árið 1880 sátu Big Nose George og Charlie Burris á krá í Montana og voru drukknir. Í vímunni fóru þeir að monta sig af afrekum sínum og sögðu þeir hvaða manni sem var frá helvítis fógetatittinum og vini hans sem þeir hefðu skotið að gamni sínu.
Þeir náðust hvor í sínu lagi skömmu eftir hina óvæntu játningu. Burris náðist fyrst og var sendur með lest til Wyoming. Við komuna tók æstur múgur á móti honum og hengdi hann í símastaur á lestarstöðinni. Þegar Big Nose George náðist skömmu síðar var réttað yfir honum og var hann dæmdur til hengingar. Hann reyndi að flýja úr fangaklefanum á fógetaskrifstofunni í Rawlings þar sem hann beið aftöku sinnar árið 1881.
Flóttatilraunin mistókst en fógetinn lá eftir í sárum eftir átökin við George. Tvö hundruð manna múgur réðist þá inn í fangaklefann, handsamaði Big Nose George og hengdi hann í símastaur. Það tókst reyndar ekki vel því þrjár atlögur þurfti til áður en bófinn hékk látinn í staurnum, hin tvö skiptin höfðu verið blóðug og höfðu eyrun fokið af George í klaufalegum atgangnum.
Sólin settist þennan dag, hver fór til síns heima og var Big Nose George fyrir flestum úr sögunni.
Sólin settist þennan dag, hver fór til síns heima og var Big Nose George fyrir flestum úr sögunni.
Hauskúpan söguð og skór smíðaðir úr húðinni
Daginn eftir fóru staðarlæknarnir, hinn gamli Thomas Maghee og hinn ungi John Osborne, til útfararstjórans og tóku lík Big Nose George með sér á læknastofuna. Með í för var einnig 15 ára stúlka, Lillian Heath, sem var aðstoðarstúlka læknanna og átti sjálf eftir að verða einn fyrsti kvenlæknir Bandaríkjanna.
Maghee sagaði nú með mikilli nákvæmni efri hlutann af hauskúpu George. Hann vildi gægjast á heilann, vildi sjá hvort óforskammaðir glæpamenn hefðu öðruvísi heila en annað fólk. Það var nú vísast ekki – þetta var samskonar grautur í höfðinu á venjulegu fólki — og gaf gamli læknirinn Lillian afsöguðu hauskúpuna.
Á meðan Maghee og Lillian héldu sig nokkurn veginn innan skynsemismarka gekk John Osborne skrefinu lengra. Hann byrjaði á að búa til helgrímu af andliti George — án eyrnanna, eins og gefur að skilja. Því næst fjarlægði hann húðina af mjöðmum og bringu líksins og sendi til leðurverkstæðis í Denver.
Fyrirmælin voru mjög nákvæm: Skósmiður átti að nota húðina með geirvörtum mannsins áföstum og smíða úr henni skópar og tösku.
Þegar Osborne fékk skóparið loksins, fylltist hann vonleysi; skósmiðurinn hafði gleymt að nota geirvörturnar í skógerðina. Reiðin rann þó fljótlega af lækninum unga og hóf hann að nota skóna við hátíðleg tilefni.
Árið 1892 var dr. John Osborne kjörinn ríkisstjóri Wyoming og þegar hann fagnaði sigrinum á kosningavöku dansaði hann í skónum sem búnir voru til úr Big Nose George.
Líkið af George var geymt í viskítunnu með saltlausn fyrsta árið á meðan Osborne gerði ýmsar furðulegar tilraunir með það. Síðan gróf hann tunnuna.
Hauskúpan útidyratrappa
Víkur nú sögunni til ársins 1950 þegar mál Big Nose George og afrif líkamsleifa hans voru löngu gleymd. Tunna fannst þá í jarðveginum þegar grafa átti fyrir húsgrunni. Í tunnunni voru gömul bein og hálf hauskúpa.
Víkur nú sögunni til ársins 1950 þegar mál Big Nose George og afrif líkamsleifa hans voru löngu gleymd. Tunna fannst þá í jarðveginum þegar grafa átti fyrir húsgrunni. Í tunnunni voru gömul bein og hálf hauskúpa.
Dr. Lillian Heath, sem þá var komin yfir áttrætt, dró fram efri hluta hauskúpunnar. Jú, það stefndi, hauskúpuhlutarnir smellpössuðu saman. Gamla konan hafði þá notað hauskúpuna sem öskubakka, krukku fyrir blýanta og útidyratröppu svo fátt eitt sé nefnt á þeim fjölmörgu árum sem liðið höfðu.