BigNoseShoes
Hestaþjófurinn og skúrk­ur­inn Big Nose George myrti tvo lag­anna verði árið 1878 í ringul­reið land­nem­a­ár­anna í Villta vestr­inu.Nokkrum árum síðar hafði hann breyst í glæsi­legt skópar sem ungur og efni­legur læknir gekk í við hátíð­leg tækifæri.

Sögusvið þess­arar skrýtnu og óhugn­an­legu sögu erWyoming-​​ríki í norð­vest­ur­hluta Bandaríkjanna. Þar mæta hinar miklu sléttur mið­ríkj­anna hinum gríð­ar­legu háu og til­komu­miklu Klettafjöllum. Ríkið er nokkuð stórt – rúm­lega tvö­falt stærra að flat­ar­máli en Ísland. Það er strjál­býlt og býr aðeins hálf milljón manna í ríkinu.

En við hverfum nú til ársins 1878. Til Villta vestursins. Wyoming hafði ekki verið kort­lagt að fullu. Hátt uppi í fjöll­unum bjuggu indí­ánar. Við fjalls­ræt­urnar og í dölum bjuggu fáeinir land­nemar sem helst lifðu á umstangi og þjón­ustu í kringum lest­artein­ana en hin fræga Union Pacific Railroad-​​lest fór í gegnum ríkið.

Big Nose glæpon, Robert fógeti og Tip spæj­ari
Gengi hesta­þjófa og óþokka lang­aði til að ræna lest­ina. Leiðtogi þeirra var Big Nose George Parrot, ógeðs­legur náungi, ann­ál­aður bófi og ofbeld­is­maður. Annar misynd­is­maður í hópnum var Charlie Burren sem var líka frægur fyrir fanta­skap og svínarí.

Þeir lædd­ust til óbyggða þar sem þeir komu að lest­artein­unum í grýttum eyði­dal. Ræningjahyskið fikt­aði í tein­unum og reyndi að skemma þá; það ætlaði að láta lest­ina fara út af spor­inu og hirða öll verð­mæti úr farm­inum og vösum far­þeg­anna í ringul­reið slyssins.

Ræningjarnir rembd­ust við um stund þangað til maður á hesti birt­ist skyndi­lega í fjarska. Þeir hlupu í felur. Maðurinn kom að tein­unum og sá skemmd­irnar. Hann var eft­ir­lits­maður lest­ar­fé­lags­ins sem átti fyrir til­viljun leið þarna hjá. Eftirlitsmaðurinn rauk af stað til byggða til að kalla á við­gerð­ar­menn og stöðva lest­ina svo ekki myndi til slyss koma.

Þegar eft­ir­lits­mað­ur­inn kom til byggða til­kynnti hann yfir­völdum um skemmd­ar­verkin. Kallaðir voru til tveir lag­anna verðir: Robert Widdowfield, fógeti í sýsl­unni, og Tip Vincent, spæj­ari frá Union Pacific-​​lestarfélaginu.

Þeir eltu slóð ræn­ingj­anna hátt upp í fjöllin og komu að áning­ar­stað þeirra. Widdowfield og Vincent vissu ekki að þjóf­arnir biðu komu þeirra og lágu í leyni á bak við runna. Löggurnar leit­uðu að ein­hverjum vís­bend­ingum og sáu ösku eftir varð­eld í melnum.

Big Nose George.
Bófinn Big Nose George.
Widdowfield upp­götv­aði þá sér til skelf­ingar að askan var enn þá heit og að ræn­ingjarnir gætu því ekki verið langt undan. Á því augna­bliki stukku Big Nose George og félagar úr felu­stað sínum og hófu skot­hríð. Widdowfield fógeti fékk byssu­kúlu í and­litið og lét lífið sam­stundis. Bófarnir hæfðu Tip Vincent áður en hann náði að flýja í skjól. Þeir hirtu öll verð­mæti af þeim látnu, byss­urnar og hest­ana, földu líkin og höfðu sig á brott.

Fylliríisröfl kom upp um þá
Yfirvöldum varð fljót­lega ljóst að Widdowfield og Vincent höfðu verið myrtir og hétu 10.000 doll­ara lausn­ar­gjaldi fyrir morð­ingj­ana, sem í þá daga var gíf­ur­legt fé. Ræningjarnir höfðu kom­ist undan og hóp­ur­inn sundr­ast. Árið 1880 sátu Big Nose George og Charlie Burris á krá í Montana og voru drukknir. Í vím­unni fóru þeir að monta sig af afrekum sínum og sögðu þeir hvaða manni sem var frá hel­vítis fógeta­titt­inum og vini hans sem þeir hefðu skotið að gamni sínu.

Þeir náð­ust hvor í sínu lagi skömmu eftir hina óvæntu játn­ingu. Burris náð­ist fyrst og var sendur með lest til Wyoming. Við kom­una tók æstur múgur á móti honum og hengdi hann í símastaur á lest­ar­stöð­inni. Þegar Big Nose George náð­ist skömmu síðar var réttað yfir honum og var hann dæmdur til heng­ingar. Hann reyndi að flýja úr fanga­klef­anum á fógeta­skrif­stof­unni í Rawlings þar sem hann beið aftöku sinnar árið 1881.

Flóttatilraunin mistókst en fóget­inn lá eftir í sárum eftir átökin við George. Tvö hundruð manna múgur réð­ist þá inn í fanga­klef­ann, hand­sam­aði Big Nose George og hengdi hann í símastaur. Það tókst reyndar ekki vel því þrjár atlögur þurfti til áður en bóf­inn hékk lát­inn í staurnum, hin tvö skiptin höfðu verið blóðug og höfðu eyrun fokið af George í klaufa­legum atgangnum.
Sólin sett­ist þennan dag, hver fór til síns heima og var Big Nose George fyrir flestum úr sögunni.

Hauskúpan söguð og skór smíð­aðir úr húðinni
Daginn eftir fóru stað­ar­lækn­arnir, hinn gamli Thomas Maghee og hinn ungi John Osborne, til útfar­ar­stjór­ans og tóku lík Big Nose George með sér á lækna­stof­una. Með í för var einnig 15 ára stúlka, Lillian Heath, sem var aðstoð­ar­stúlka lækn­anna og átti sjálf eftir að verða einn fyrsti kven­læknir Bandaríkjanna.

Maghee sag­aði nú með mik­illi nákvæmni efri hlut­ann af hauskúpu George. Hann vildi gægj­ast á heil­ann, vildi sjá hvort óforskamm­aðir glæpa­menn hefðu öðruvísi heila en annað fólk. Það var nú vís­ast ekki – þetta var sams­konar grautur í höfð­inu á venju­legu fólki — og gaf gamli lækn­ir­inn Lillian afsög­uðu hauskúpuna.

Á meðan Maghee og Lillian héldu sig nokk­urn veg­inn innan skyn­sem­is­marka gekk John Osborne skref­inu lengra. Hann byrj­aði á að búa til helgrímu af and­liti George — án eyrn­anna, eins og gefur að skilja. Því næst fjar­lægði hann húð­ina af mjöðmum og bringu líks­ins og sendi til leð­ur­verk­stæðis í Denver.

Fyrirmælin voru mjög nákvæm: Skósmiður átti að nota húð­ina með geir­vörtum manns­ins áföstum og smíða úr henni skópar og tösku.

Þegar Osborne fékk skóparið loks­ins, fyllt­ist hann von­leysi; skósmið­ur­inn hafði gleymt að nota geir­vört­urnar í skó­gerð­ina. Reiðin rann þó fljót­lega af lækn­inum unga og hóf hann að nota skóna við hátíð­leg tilefni.

Árið 1892 var dr. John Osborne kjör­inn rík­is­stjóri Wyoming og þegar hann fagn­aði sigr­inum á kosn­inga­vöku dans­aði hann í skónum sem búnir voru til úr Big Nose George.

Líkið af George var geymt í viskít­unnu með salt­lausn fyrsta árið á meðan Osborne gerði ýmsar furðu­legar til­raunir með það. Síðan gróf hann tunnuna.

Bein bófans.
Viskítunnan með lík­ams­leifum Big Nose George.

Hauskúpan útidyratrappa
Víkur nú sög­unni til ársins 1950 þegar mál Big Nose George og afrif lík­ams­leifa hans voru löngu gleymd. Tunna fannst þá í jarð­veg­inum þegar grafa átti fyrir hús­grunni. Í tunn­unni voru gömul bein og hálf hauskúpa.

Dr. Lillian Heath, sem þá var komin yfir áttrætt, dró fram efri hluta hauskúp­unnar. Jú, það stefndi, hauskúpu­hlut­arnir smellpöss­uðu saman. Gamla konan hafði þá notað hauskúp­una sem ösku­bakka, krukku fyrir blý­anta og útidyratröppu svo fátt eitt sé nefnt á þeim fjöl­mörgu árum sem liðið höfðu.

Lillian Heath.
Dr. Lillian Heath með hauskúpu Big Nose George, en hún not­aði hana sem ösku­bakka og útidyratröppu.

Big Nose George breyttist í þessa skó.
Skórnir sem smíð­aðir voru með húð Big Nose George. Þeir eru nú geymdir á minja­safni í Wyoming. (Carbon County Museum).