Hér er útilokað að uppfylla öll skilyrðin.
Ég get vissulega látið öll W vera Z (sjá mynd).
En í hvaða skrefi lendum við í vandræðum?
1. Öll W eru Z.
2. Sum W eru Q og öfugt (sést á myndinni).
3. Sum W eru ekki Q og öfugt (sést á myndinni).
4. Ekkert Z er Q.
Svarið er að engin W geta verið Q (2) ef ekkert Z er Q (4) en öll W eru Z (1).
Eða með því að lýsa myndunum. Q getur ekki skarast við W ef Q má ekki snerta Z, því W er inni í Z.
Ef þú skilur þetta skaltu velta eftirfarandi forsendum fyrir þér:
Ef við gefum okkur að...
Sum Z eru hvorki Q né W.
Sum Q eru bæði Z og W.
Sum Q eru Z en ekki W.
...er þá mögulegt að...
sum W séu Z en ekki Q?
Svaraðu og smelltu svo hér.