14.7.12

Shunzei o.fl., vaka og hæka





Vaka er knappt ljóð, yfirleitt um náttúruna, sem er 31 atkvæði í fimm línum. Í hæku eru tvær línur teknar aftan af.


Dæmi um vöku:
heilluðum augum
horfi ég í bjart loftið
vorregnið bregður
glitrandi silfur-þráðum
í þunna voð skýjanna

File:Fujiwara no Shunzei.jpg



Höfundurinn, Shunzei, fæddist 1114 og dó 1204. Hann var af göfugri ætt frægra skálda og eignaðist sjálfur enga hálfdrættinga á því sviði. Hann var virtur og vinsæll dómari í ljóðakeppnum og gerði þá grundvallarbreytingu á dómgæslunni að telja upp það sem vel var gert í góðum ljóðum frekar en að finna að vondum.


Hann var einnig stórtækur þýðandi ljóða og var mjög hrifinn af eldri skáldskap (sjá má dæmi um eldri japanskan skáldskap í Gullkistu 1).


Hann sagði að ljóð ættu að hafa sjarma, dulúð og dýpt.


Sextíu og þriggja ára dró hann sig í hlé frá veröldinni og gerðist búddamúnkur.


Hér má sjá dæmi um enska þýðingu og japanska útgáfu ljóðs eftir hann:


As evening falls,
From along the moors the autumn wind
Blows chill into the heart;
Ant the quails raise their plaintive cry
In the deep grass of Fukakusa village.

Nobe no akikaze
Mi ni skimite
Uzura naku nari
Fukakusa no sato




Lilja Karen Kristófersdóttir  jók við þessa grein