14.7.12

Sigurður Nordal, Stjórnmálaskoðun mín





„Þetta rit ber ekki minjar neinnar annarrar stjórnmálaskoðunar en minnar eigin. Hún er ógn einföld, helzt í því fólgin, að takmark allrar stjórnar og stjórnmála sé að leyfa sem flestum, helzt öllum, einstaklingum að njóta sín, ráða sér og þroskast við eðli þeirra og hæfi, búa þeim sem bezt skilyrði til þess – forsjá annarra nái því betur tilgangi sínum sem hún er meira í hófi höfð. Mér er engin launung á þessu, og eg er alveg eins fús til þess að segja það þeim lesendum, sem kunna að vera á gagnstæðu máli.“




–Sigurður Nordal (Íslenzk menning I, 1942, bls. 27)