Græni kassinn táknar spendýr. Einstaklingar í þessum flokki tilheyra öllum flokkunum þrem (Spendýr < Dýr < Lífverur).
Appelsínuguli kassinn táknar alla sem hafa tvo fætur. Þeir sem hafa tvo fætur eru sumir spendýr en aðrir einhverjar aðrar dýrategundir. Allir sem hafa tvo fætur eru lífverur.
Við myndum segja að hugtakið lífvera sé mjög víðtækt en hugtakið spendýr sértækt.
Græni kassinn táknar alla hluti sem eru svartir á litinn. Samkvæmt þessu eru til svartar lífverur, svört dýr, svört spendýr og svartir tvífætlingar (bæði spendýr og önnur dýr).
Það eru líka til svartir hlutir sem eru ekki lifandi.
Nú skulum við skoða tengsl hluta.
Þessir tveir reitir skarast ekki enda eru engir hvítir hlutir svartir hlutir og öfugt.
Hér má sjá að...
sum X eru Y,
sum Y eru X,
sum X eru ekki Y og
sum Y eru ekki X.
Hér má sjá að...
öll F eru P,
öll S eru P
sum P eru F,
sum P eru S,
sum P eru F eða S,
engin F eru S.
Skoðaðu sérstaklega að það að segja sum P eru F og sum P eru S merkir það sama og sum P eru F eða S.
Af hverju skyldi það ekki vera það sama og sum P eru F og S?