19.7.12

Yusuf Islam, Farandsöngvarinn


(lausleg þýðing)


Farandsöngvarinn

Til bæjarins hann kom 
með herðaslá og hatt.
Fólk starði steini numið 
en lokaði þegar hann kom nær.
Hann ráfaði um göturnar. 
Börn börðu tómar dósir  
og másandi hundarnir geltu 
þegar hann söng:

Hvert ferðu? Hvert ferðu 
þegar þú kemur að lokuðum hjörtum, 
þegar vinur vill ekki þekkja þig 
frekar en nokkur annar?
Hvert ferðu? Hvert ferðu 
þegar heimurinn myrkvast?
Og ljós sannleikans er slökkt 
og engin leið er greið?

Hann nam staðar við bás 
inn á milli poka og tunna.
Barnsandlit birtist brosandi 
en hvarf svo.
Á móðu á glugga 
birtist lítill fingur 
sem teiknaði fullkomið hjarta 
og nafn.

Hvert ferðu? Hvert ferðu 
í hræddum heimi,
þegar þú hefur aðeins söng 
til að ylja þér um nótt?
Hvert ferðu? Hvert ferðu 
í lygavef?
Þegar ljós sannleikans er slökkt 
og engin leið er greið?

Söngvarinn áfram hélt, 
til annars lands.
Þar talaði fólkið ókunnt mál 
en skildi hann samt.
Það kenndi honum örlæti 
og leiddi hann áfram,
sýndi honum leiðina til himna 
gegnum eyðimerkursand.

Hvert ferðu? Hvert ferðu?
Hvar er hamingjan
í heimi sem fullur er af myrkri og tárum?
Hvert ferðu? Hvert ferðu 
ef öllum er sama
og allir hafa tapað áttum 
í sinni leit?

Lagið á Youtube