8.11.13

Gátlisti fyrir Njálupróf



Allt sem er rauðmerkt í myndböndunum skal skoða sérstaklega.

FYRSTI HLUTI

1. Hver er Mörður gígja og hvernig tengist hann Dalabræðrunum Höskuldi og Hrúti?
2. Hvers vegna fer Hrútur til Noregs í stað þess að kvænast Unni eins og til stóð?
3. Hvernig er Merði, Unni, Hrúti og Hallgerði lýst?
4. Lýstu kvennamálum Hrúts.
5. Af hverju eyðileggst hjónaband Hrúts og Unnar?
6. Hallgerður gekk þrisvar í hjónaband. Segðu frá þeim, hvernig þau gengu og hvernig þeim lauk.
7. Hver átti frumkvæði að hjónböndum Hallgerðar (segðu frá hverju hjónabandi fyrir sig).
8. Lýstu Gunnari Hámundarsyni á Hlíðarenda.
9. Lýstu Njáli Þorgeirssyni.
10. Lýstu sambandi Gunnars og Njáls.
11. Hvers vegna var Njáll oft sakaður um samkynhneigð?
12. Lýstu Skarphéðni Njálssyni.
13. Fallbeygðu í öllum föllum eftirfarandi nöfn: Gunnar, Njáll, Skarphéðinn, Mörður, Hallgerður, Bergþóra, Unnur, Kári, Gissur, Flosi, Þorgerður, Þráinn.
14. Hvar eignast Gunnar atgeir sinn?
15. Hvers vegna móðgast Hallgerður við Bergþóru?
16. Hvað gerir Þráinn Sigfússon, frændi Gunnars, í brúðkaupi Gunnars og Hallgerðar.
17. Hvað er átt við með „húskarlavígunum“?
18. Hvernig reynast kaup Gunnars á þrælnum Melkólfi illa?
19. Þegar Gunnar og Otkell höfðu samið frið varð slys. Hvaða slys var það og hvernig leiddi það til þess að Gunnar drap Otkel?
20. Nefndu þrjú dæmi í Njálu um að foreldrar hitti syni sína þegar þeir eru á leið út til að drepa menn.
21. Þegar Gunnar drepur Otkel er honum ráðlagt að vega ekki aftur í sama knérunn. Hvað þýðir það? Fór Gunnar eftir því ráði?
22. Segðu frá draumi Gunnars um vargana. Rættist draumurinn?
23. Lýstu aðförinni þegar Gunnar var drepinn.
24. Fögur er hlíðin... Hvert var Gunnar að fara þegar hann mælti þessi orð og af hverju skipti hann um skoðun?
25. Eftir að Gunnar og Skarphéðinn deyja virðast „draugar“ þeirra gera sama hlutinn. Hvað gera þeir?
26. Hvers vegna verða Njálssynir reiðir við Þráin Sigfússon?
27. Finndu eins margar persónur í Njálu og þú getur sem hafa viðurnefni (t.d. Gunnar á Hlíðarenda, Gissur hvíti, Lyga-Mörður).
28. Hvern tekur Njáll í fóstur til að reyna að tryggja frið eftir að synir hans drepa Þráin?
29. Hvaða foringi í aðförinni að Gunnari á Hlíðarenda er einn af leiðtogum kristinna manna við kristnitökuna árið 1000?
30. Hvernig vitum við að Gunnar á Hlíðarenda og Njáll Þorgeirsson dóu á sitthvorri öldinni?
31. Hvaða ráð fær Mörður Valgarðsson hjá pabba sínum – sem verður til þess að Njálssynir snúast gegn þeim manni sem Njáli föður þeirra þótti vænst um?
32. Lýstu vígi Höskuldar Þráinssonar og viðbrögðum Njáls við því.
33. Hvernig fær ekkja Höskuldar Flosa frænda sinn til að hefna manns síns?
34. Hvernig eyðileggst sættin milli Njálssona og Flosa?
35. Hver var munurinn á þeim sem drápu Gunnar og Njál – og hvor hafði rétt fyrir sér um þann mun, Skarphéðinn eða Njáll?
36. Hverjir dóu í Njálsbrennu, hver var drepinn fyrir utan bæinn og hver slapp?
37. Hvers vegna vildi Kári ekki semja um Njálsbrennu þótt búið væri að ná samningum um manngjöld fyrir Njál, konu hans og syni?
38. Hvernig og hvers vegna drepur Kári Gunnar Lambason?
39. Hvernig gerist það að Kári og Flosi sættast?
40. Hverjir voru feður eiginkvenna Kára?
41. Á hvaða orðum endar Njála?